Ég trúi því að ég sé einn heppnasti maður í heimi.
Ég kynntist stelpu fyrir rúmlega 27 árum sem hefur verið besti vinur minn alla daga síðan. Við höfum eignast tvö frábær börn, flutt níu sinnum, búið í þremur mismunandi löndum og ferðast saman til fjölmargra landa – og eigum sjálfsagt eftir að ferðast enn víðar á næstu 27 árum.
Allar vikur eru ævintýri.
Við fáum fáránlegar hugmyndir og oft framkvæmum við þær. Þetta hefur líka gert lífið skemmtilegt. Það eru miklu fleiri minningar en þessar 25 sem ég tel upp hér en ég verð að eiga eitthvað inni fyrir gullbrúðkaupsafmælið. Þetta eru örstutt minningarbrot – eins og ég man. Minnið er ekki nákvæmt en þetta gefur vonandi góða mynd hversu frábær síðustu 25 ár hafa verið.