Þessi vetur í Westfield var frekar kaldur. Einn laugardag varst þú að labba um húsið berfætt og sparkaðir óvart með litlu tánni í þröskuld. Það sást strax að táin var brotin. Hún stóð til hliðar.

Viðbrögð mín voru ekki til fyrirmyndar. Ég byrjaði á að hundskamma þig fyrir að labba berfætt um húsið. Sá mjög fljótlega af viðbrögðum þínum að þetta hafði ekki verið rétt aðferð og ég baðst afsökunar og keyrði á slysadeildina. Þá tók við fyrsta og eina reynsla okkar af spítölum á Englandi.

Við skildum þig eftir því það var svo löng bið og síðan komum við seinna að sækja þig.  Tánni hafði þá verið ýtt á réttan stað og brotið jafnaði sig fljótt. Þetta lifir ennþá mjög sterkt í minningunni – einkum vegna viðbragða minna.