Um verslunarmannahelgina 2008 ákváðum við að fara með Lilju systur þinni og hennar fjölskyldu til Siglufjarðar á síldarhátíðina. Tengdafjölskylda Lilju átti hús í bænum sem við höfðum afnot af.

Við fórum í bæinn og skemmtum okkur vel. Fórum meðal annars á málverkasýningu Bergþórs Mortens þar sem við keyptum málverk.

Lærði þar þá lexíu að kaupa ekki málverk eftir að hafa drukkið nokkra bjóra.

2008 Siglo3Á sunnudeginum fékk ég símtal frá Björgólfi Thor Björgólfssyni þar sem hann bauð mér að taka við sem forstjóri Actavis á þriðjudeginum eftir verslunarmannahelgi. Ég hafði hálfan dag til að gera upp hug minn. Allt í einu breyttist verslunarmannahelgin úr partýhelgi í helgi stórra ákvarðana. Við ákváðum að slá til og á þriðjudeginum var tilkynnt um nýja starfið.