Við höfðum ákveðið að eftir útskrift hjá ykkur Lísu myndum við flytja til New Jersey.

Það var kominn tími til að eyða meiri tíma saman.

2012 BandLLísa var á leið í háskóla og því ekki jafn bundin við East Lyme. New Jersey er fylkið þar sem flest lyfjafyrirtæki eru í Bandaríkjunum og því besti staðurinn fyrir mína vinnu.

Við skoðuðum töluvert af húsum á netinu en enduðum á að byggja hús í Montville. Það var gaman og við gátum haft áhrif á hönnunina. Það kom í þinn hlut. Þú valdir allir flísar, blöndunartæki, handrið, tæki og þess háttar. Að auki gátum við hannað kjallara sem við myndum nota.

2013 SandBHúsið var tilbúið í júlí 2013 og við fluttum inn samstundis. Við höfum tekið fyrsta árið í að koma okkur fyrir. Þetta er níunda húsið okkar síðan við kynntumst og við farin að verða vön flutningum. Við segjumst ætla að búa hér í nokkur ár – en ég hef hætt að spá nokkru um framtíðina.

 

Við lifum í nútíðinni og tökum hvern dag eins og hann kemur.