Þegar við ákváðum að flytja til Bandaríkjanna aftur var allt óráðið með vinnu hjá okkur. Við vorum samt sannfærð að það yrði ekki vandamál og einhver atvinnutilboð kæmu sjálfsagt áður en lagt um liði. Og það gekk eftir. Watson Pharmaceuticals hafði samband og bauð mér starf – vandamálið var að starfið var í New Jersey, rúmlega tveggja tíma akstur frá Connecticut.

Það var ljóst að ég myndi ekki keyra í vinnuna daglega. En við fundum lausn á því eins og áður. Ég leigði mér litla íbúð í Morristown þar sem ég var frá mánudegi til fimmtudags og keyrði svo heim til East Lyme á fimmtudagskvöldum og vann að heiman á föstudögum.

Lísa fór í East Lyme High School og var mjög ánægð.

2012 LandBÞetta var mikil vinna fyrir hana en þarna hitti hún aftur vini sína sem hún hafði alist upp með. Og þú sast ekki auðum höndum. Eftir fyrsta veturinn þar sem þú komst okkur af stað í vinnu og skóla ákvaðstu að halda áfram listnáminu sem þú hafðir byrjað á Íslandi. Fyrsta hugmyndin var að taka nokkur námskeið í keramik við háskóla í nágrenninu en eftir ítarlegt umsóknarferli og mikla vinnu varstu samþykkt í meistaranám í keramik við RISD – Rhode Island School of Design. Þetta var frábært.2012 LandS2

Ég man ennþá eftir deginum þegar þú fékkst símtalið.

RISD er einn af bestu listaskólum í heimi – og því töluverð pressa sem þú settir á sjálfa þig. RISD var í Providence, Rhode Island, sem var rúmlega klukkutíma akstur á hverjum degi í tvö ár. Þetta var mikil vinna en þú sýndir enn og aftur hversu sterk þú ert og útskrifaðist sem MA í júní 2013. Við höfðum því öll nóg að starfa í Connecticut og oft vorum við fjölskyldan í þremur mismunandi fylkjum Bandaríkjanna um miðja viku en hittumst síðan um helgar og áttum góðar stundir saman.