Foreldrar okkar voru spenntir að sjá hvernig við bjuggum og í lok ágúst 2001 kom mamma í heimsókn. Henni fannst frábært að við hefðum flutt til Bandaríkjanna. Fyrir henni voru Bandaríkin alltaf land tækifæranna eftir að Unnur systir hennar hafði búið þar lengi.

Mamma var hress og hún fór um allt með okkur. Hún átti síðan bókað far heim 12. september – en ekkert var úr því vegna hryðjuverkanna í New York. Hún var hjá okkur í eina auka viku en hafði mestar áhyggjur allan tímann af því hvernig pabbi hefði það á Íslandi.

Þessi tími var sérstakur.

Við vorum nýflutt til lands þar sem búast mátti við hryðjuverkum rétt handan við hornið.