Þegar Oddur var orðinn þriggja ára fórum við að tala um að hann hefði gott af því að eignast systkini. Og við þurftum ekki að bíða lengi eftir að þú yrðir ólétt af Lísu.  Meðgangan gekk  vel – eða þannig man ég eftir henni. Við vissum við hverju að búast. Þurftum ekki að fara á nein námskeið – vorum öllu vön.

Grenimelur Lisa2Fjölgun í fjölskyldunni ýtti á að stækka heimilið. Það hefði orðið heldur þröngt fyrir okkur fjögur á Framnesveginum. Við vorum því að skoða nýjar íbúðir á meðgöngunni og keyptum loksins á Grenimelnum.

5. september 1994

Fæðing Lísu gekk vel. Við fórum upp á fæðingardeild á réttum tíma og vissum hvernig þetta myndi ganga fyrir sig. Lísa fæddist með þumalinn í munninum og saug hann fyrstu æviárin.

Hún var afskaplega fallegt barn en lét vel í sér heyra á fæðingardeildinni.

Grenimelur LisaÉg var öllu rólegri en í fyrri fæðingunni og eins og áður stóðst þú þig eins og hetja. Lísa flutti eiginlega beint inn á Grenimel af fæðingadeildinni. Hún var mikil næturdrottning fyrstu æviárin og vakti á nóttunni en fór að sofa þegar líða tók að morgni. Ég hafði nýlega byrjað að vinna hjá Omega Farma sem varð til þess að vökurnar á nóttunni lentu mest á þér meðan ég reyndi að sofa.

Enn í dag, 20 árum seinna, finnst Lísu gott að vaka á nóttunni en við þurfum sem betur fer ekki að vaka með henni lengur.