Líf okkar á Íslandi eftir fjögur ár í Bandaríkjunum var öðruvísi.  Oddur fór í 10. bekk og Lísa í sjötta bekk í Hlíðaskóla. Oddur aðlagaðist frekar fljótt en Lísa var ekki ánægð.

Ég var að vinna í Actavis og ferðaðist mikið. Þú fórst að vinna við þýðingar, bæði sjálfstætt og hjá Skjali.

Við urðum öll svo upptekin, ekki ósvipað og hafði gerst áður þegar við bjuggum á Íslandi.

StigahlidOddur fór í Versló og var fljótur að eignast vini. Eftir þrjú ár við þýðingar á Íslandi ákvaðstu að sækja um í Myndlistaskóla Reykjavíkur til að læra keramik. Þú hafðir alltaf hugsað um að fara í listaskóla og þarna kom tækifæri. Þetta var frábær ákvörðun hjá þér. Eins og alltaf var þetta vinna og oft þurfti að púsla saman dagskránni því ég ferðaðist í hverri viku og var erfitt að treysta á mig að hlaupa til.

En allt gekk þetta vel.